Ný glæpasaga Hugrúnar Björnsdóttur: Uns dauðinn aðskilur okkur.
11 júlí 2025 - Síðast uppfært 16 júlí 2025

Uns dauðinn aðskilur okkur er önnur bók Hugrúnar Björnsdóttur um réttarsálfræðinginn Kamillu Brim. Kamilla stendur frammi fyrir flóknu máli. Ungur maður kærir konu fyrir kynferðisbrot og samband þeirra reynist flóknara en virðist við fyrstu sýn.
Hugrún braust fram á sjónarsviðið með fyrstu bók sinni Rót alls ills sem naut fádæma vinsælda og hún dregur ekkert undan með framhaldinu. Á einstakan hátt ægir saman ást og glæpum, ljósi og myrkri og brugðið er upp sterkum myndum af breyskum sögupersónum og samfélagi þar sem sannleikur og réttlæti þurfa oft að lúta lægra haldi.
Nánari upplýsingar um Hugrúnu og bækurnar hennar má einnig finna hér: https://hbjorns.is/
Lesarar: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Arnmundur Ernst Backman og Berglind Alda Ástþórsdóttir
Útgáfudagur: 14. júlí 2025
Útgefandi: Storytel Original