Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2025
6 febrúar 2025 - Síðast uppfært 10 mars 2025

25 hljóðbækur hljóta tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna - Storytel Awards 2025. Fimm hljóðbækur eru tilnefndar í fimm flokkum, en flokkarnir eru: börn og ungmenni, glæpa-og spennusögur, skáldsögur, ljúflestur og rómantík, og óskáldað efni.
25 hljóðbækur hljóta tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna - Storytel Awards 2025. Fimm hljóðbækur eru tilnefndar í fimm flokkum, en flokkarnir eru: börn og ungmenni, glæpa-og spennusögur, skáldsögur, ljúflestur og rómantík, og óskáldað efni.
Almenn netkosning fór fram dagana 22. janúar til 3. febrúar, þar sem hlustendur gátu kosið sinn eftirlætistitil úr 25 hljóðbókum í hverjum flokki.
Fimm efstu bækur hvers flokks úr netkosningu fara nú fyrir fagdómnefndir, sem velja að lokum sigurvegara. Dómnefndir meta hljóðbækurnar sem heildstæð listaverk, þar sem vandaður lestur og framsögn bæta enn frekar við upplifunina. Því eru ekki aðeins höfundar verðlaunaðir, heldur einnig lesarar.
Vinningshafar verða kynntir við hátíðlega athöfn þann 27. mars. Verðlaunahátíðin er árlegur viðburður og fer nú fram í sjötta sinn á Íslandi, þar sem framúrskarandi og vinsælustu hljóðbókum síðasta árs er fagnað.
Á heimasíðu verðlaunanna má sjá yfirlit yfir allar tilnefningarnar.