Persónuleg saga Birgittu H. Halldórsdóttur um ást, sorg og von
16 september 2025 - Síðast uppfært 23 september 2025
Með nýjustu bók sinni, Síðan hittumst við aftur, slær rithöfundurinn og bóndinn Birgitta H. Halldórsdóttir nýjan streng, persónulegan og einlægan tón sem nær djúpt til allra sem hlusta. Í bókinni opnar hún hjarta sitt og miðlar reynslu sinni af ást, missi og leiðinni í gegnum sorgina eftir skyndilegt áfall.
Síðan hittumst við aftur
Með nýjustu bók sinni, Síðan hittumst við aftur, slær rithöfundurinn Birgitta H. Halldórsdóttir nýjan streng, persónulegan og einlægan tón sem nær djúpt til allra sem hlusta. Í bókinni opnar hún hjarta sitt og miðlar reynslu sinni af ást, missi og leiðinni í gegnum sorgina eftir skyndilegt áfall.
Skyndilegt áfall 2021
Árið 2021 missti Birgitta eiginmann sinn með óvæntum hætti og hóf að skrá hugsanir sínar og tilfinningar um lífið, dauðann og tilveruna. Útkoman er berorð og áhrifamikil frásögn af sorginni, en líka minningum um ástmann, sálufélaga og vin. Minningar um manninn sem var henni allt. Leikkonan Aníta Briem ljær sögunni líf með hlýjum og áhrifamiklum lestri sem fangar bæði sársauka og fegurð frásagnarinnar.
Rithöfundurinn og bóndinn Birgitta
Birgitta fæddist að Eldjárnsstöðum í Blöndudal og ólst upp að Syðri-Löngumýri. Hún gekk í Húnavallaskóla og lauk síðar landsprófi frá Héraðsskólanum að Laugarvatni. Birgitta og eiginmaður hennar heitinn, Sigurður Ingi Guðmundsson bjuggu fyrstu búskaparárin á Leifsstöðum og síðar að Syðri-Löngumýri þar sem þau ráku saman bú.
Birgitta hefur áratugum saman vakið athygli fyrir rómantískar glæpasögur og sögulegar skáldsögur sem heillað hafa kynslóðir. Síðasta skáldsaga hennar, Undir óskasólu, naut mikilla vinsælda meðal hlustenda Storytel. Bókin, sem kom út í janúar 2025, er sjálfstætt framhald hinnar geysivinsælu Dætur regnbogans sem kom út 30 árum áður. Bækur Birgittu hafa undanfarið ár hlotið endurnýjun lífdaga á Storytel og í kjölfarið hafa margir bæst í aðdáendahóp hennar.
Síðan hittumst við aftur á Storytel
Fyrri viðtöl, umfjallanir og ritferill Birgittu
- „Sögur Birgittu H. Halldórsdóttur hljóta endurnýjun lífdaga á Storytel“ - frétt á Storytel.com
- „Ég er búin að komast að því að minnimáttarkenndin var kannski óþarfi“ - Segðu mér á Rás 1
- Konur með dulræna hæfileika“ - Menningin á mbl.is
- „Fyrsti sakamálahöfundurinn“ - Skáld.is
- „Ný bók eftir tuttugu ár “- Skáld.is
- Ritaskrá - Skáld.is