Sígildir sveitarómansar Ingibjargar Sigurðardóttur koma út á Storytel

Í tilefni þess að rithöfundurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefði orðið 100 ára sunnudaginn 17. ágúst, kemur skáldsaga hennar, Ást og hatur út í hljóðbókarformi á Storytel.
Í tilefni þess að rithöfundurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefði orðið 100 ára sunnudaginn 17. ágúst, kemur skáldsaga hennar, Ást og hatur út í hljóðbókarformi á Storytel.
Ingibjörg ólst upp í Sandgerði, skrifaði yfir þrjátíu bækur og varð landsþekkt fyrir hlýjar og fallegar frásagnir af lífi og örlögum fólks við sjóinn.
Á síðustu árum hafa verk íslenskra kvenrithöfunda frá 20. öld notið endurnýjaðs lífs á Storytel. Skáldsögur Guðrúnar frá Lundi og Birgittu H. Halldórsdóttur hafa til dæmis notið gríðarlegra vinsælda og meðal annars hlotið Íslensku hljóðbókaverðlaunin. Nú bætist Ingibjörg Sigurðardóttir í þann hóp með Ást og hatur, skáldsögu sem á erindi til hlustenda nútímans rétt eins og hún heillaði lesendur á sínum tíma. Á komandi mánuðum munu fleiri skáldsögur Ingibjargar koma út á Storytel þar sem nýjar kynslóðir geta kynnst þessum gleymdu perlum sem margar hverjar eru ófáanlegar í dag.