Rót alls ills: ný rómantísk spennusaga eftir Hugrúnu Björnsdóttir
2 júlí 2024 - Síðast uppfært 2 febrúar 2025

Rómantísk spennusaga þar sem glæpir, ástir og örlög fléttast saman og flett er ofan af gömlum fjölskylduleyndarmálum. Rót alls ills er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Björnsdóttur. Hugrún er vefstjóri Lestrarklefans og starfar sem verkefnastjóri í hugbúnaðargeiranum. Hugrún er fædd 1988 og er menntuð í stjórnmálafræði, blaðamennsku, vefþróun og verkefnastjórnun. Yfirleitt er hún að lesa nokkrar bækur í senn; u.þ.b. þrjár fræðibækur fyrir hverja skáldsögu. Hvað varðar skáldsögurnar les hún mest af glæpasögum/ráðgátum og ástarsögum þó hún hafi gaman af allskonar bókmenntum.
Rómantísk spennusaga þar sem glæpir, ástir og örlög fléttast saman og flett er ofan af gömlum fjölskylduleyndarmálum. Rót alls ills er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Björnsdóttur. Hugrún er vefstjóri Lestrarklefans og starfar sem verkefnastjóri í hugbúnaðargeiranum. Hugrún er fædd 1988 og er menntuð í stjórnmálafræði, blaðamennsku, vefþróun og verkefnastjórnun. Yfirleitt er hún að lesa nokkrar bækur í senn; u.þ.b. þrjár fræðibækur fyrir hverja skáldsögu. Hvað varðar skáldsögurnar les hún mest af glæpasögum/ráðgátum og ástarsögum þó hún hafi gaman af allskonar bókmenntum.
Réttarsálfræðingurinn Kamilla Brim neyðist til að segja skilið við ástina í lífi sínu, snúa heim á ný og annast dauðvona móður sína. Hún er rétt að koma sér fyrir í nýrri stöðu hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, þegar Gísli Ágústsson, hrífandi og myndarlegur lögmaður óskar eftir sálfræðilegu mati á ungum manni sem játað hefur á sig morð.
Eftir því sem rannsókn málsins vindur fram kynnast þau Kamilla og Gísli nánar, svo fljótt gneistar á milli þeirra og æ erfiðara reynist að þræta fyrir spennuna á milli þeirra. Hún er enn í sárum með hafið á milli sín og ástar sinnar. Samband Gísla hefur lengi staðið á brauðfótum og riðar nú til falls. Getur Kamilla leyft sér að loka fyrir fullt og allt á söknuðinn og sársaukann og opna fyrir ástina á nýjan leik þegar enn svíður í sárin?
Mitt í þessum ólgusjó þarf Kamilla að takast á við veikindi móður sinnar ásamt systur sinni Karlottu. Systurnar hafa ekki séð föður sinn síðan þær voru börn. Aðeins móðir þeirra veit hvað gerðist og brátt verður of seint að segja sannleikann.