Skip to main content

Völundur og Brúðumeistarinn hljóta tilnefningu til Blóðdropans!

27 nóvember 2024 - Síðast uppfært 10 mars 2025

Storytel Original bækurnar Völundur eftir Steindór Ívarsson og Brúðumeistarinn eftir Óskar Guðmundsson hlutu tilnefningu til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2024. Óskar hefur áður hlotið Blóðdropann fyrir bók sína Hilmu og Steindór hlaut í tilnefningu fyrir Blóðmeri 2023, en Völundur er seinni bókin í sömu seríu.

í umsögn dómnefndar um bækurnar segir:

Brúðumeistarinn: ​„Vel upp­byggð saga þar sem at­b­urðir úr fortíðinni varpa dökk­um skugga á nú­tím­ann. Söguflétt­an er snjöll og fram­vind­an traust, þar sem hver vendipunkt­ur styrk­ir heild­ina. Spenn­an er óslit­in allt til loka, og höf­undi tekst listi­lega að viðhalda leynd­ar­dómn­um sem held­ur les­and­an­um í helj­ar­greip­um.“

Völundur: „Áhuga­verð og spenn­andi frá­sögn af óhugn­an­leg­um at­b­urðum sem ger­ast um miðja síðustu öld en enduróma inn í sam­tím­ann. Höf­und­ur dreg­ur fram sál­ar­ang­ist út­skúfaðra og teng­ir nú­tímaviðburði á listi­leg­an hátt við myrk ill­virki fortíðar­inn­ar, í áhrifa­ríkri og hug­vit­sam­lega upp­byggðri sögu sem held­ur les­and­an­um hug­föngn­um til enda.“

Nýjustu fréttir

28/3/2025

Konur áttu sviðið á Íslensku hljóðbókaverðlaununum

Mikil kvenorka var á Nasa þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards voru afhent, en í fyrsta sinn voru allir verðlaunahöfundar, verðlaunalesarar og heiðursverðlaunahafar konur Verðlaunin voru veitt í fimm flokkum: skáldsaga, ljúflestur og rómantík, börn og ungmenni, óskáldað efni og glæpa- og spennusaga.


06/2/2025 - Síðast uppfært 10 mars 2025

Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2025

25 hljóðbækur hljóta tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna - Storytel Awards 2025. Fimm hljóðbækur eru tilnefndar í fimm flokkum, en flokkarnir eru: börn og ungmenni, glæpa-og spennusögur, skáldsögur, ljúflestur og rómantík, og óskáldað efni.


27/1/2025 - Síðast uppfært 10 mars 2025

Sögur Birgittu H. Halldórsdóttur hljóta endurnýjun lífdaga á Storytel!

Birgitta H. Halldórsdóttir skipar sér enn á ný í hóp ástsælustu skáldsagnahöfunda Íslands en bækur hennar hafa haldið fjölda lesenda í greipum spennu og losta, ástar og örlaga áratugum saman. Fyrsta bók hennar kom út árið 1983 en bækur hennar hafa verið ófáanlegar í bókabúðum um árabil. Storytel hefur nýverið endurútgefið fjölda bóka Birgittu sem hljóðbækur sem hafa raðað sér efstar á vinsældalista og hlotið gríðarlega góðar viðtökur og umsagnir hlustenda.


22/1/2025 - Síðast uppfært 10 mars 2025

Kosning hafin fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin

Veldu bestu hljóðbækur ársins!


07/10/2024 - Síðast uppfært 10 mars 2025

Emil Hjörvar lýkur þríleiknum Myrkaverk

Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem sagnameistari hins undarlega og óhugnanlega, með verkum á borð við Hælið, Ó, Karítas og bókaflokknum Handan Hulunnar um mæðgurnar Bergrúnu og Brá. Nýjasta bók hans, Náttfarar er hörkuspennandi, hrollvekjandi og dulmagnaður spennutryllir sem fylgir eftir hinum geysivinsælu Dauðaleit og Bannhelgi og lýkur þríleiknum Myrkraverk. Hér sem fyrr í frábærum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar.  


01/10/2024 - Síðast uppfært 10 mars 2025

Hrekkjavökur eftir Braga Pál og Bergþóru er fyrsta bók þeirra hjóna saman!

Hjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson hafa um nokkuð skeið gefið út hvassar og hárbeittar skáldsögur og háðsádeilur. Hún skrifar til dæmis um fegurðardýrkun í nútímasamfélagi og hann skáldar upp ótímabæran dauðdaga Arnaldar Indriðasonar. En kvöld eitt þegar þau ætluðu að koma krökkunum í háttinn ráku þau sig á að börnin þeirra eru bara ekki hrædd við nokkurn skapaðan hlut og brugðu því á það ráð að reyna nú að skjóta þeim skelk í bringu. Þau ákváðu því að skrifa hrollvekjandi hrekkjavökusögur fyrir hugrökk börn.


02/7/2024 - Síðast uppfært 2 febrúar 2025

Rót alls ills: ný rómantísk spennusaga eftir Hugrúnu Björnsdóttir

Rómantísk spennusaga þar sem glæpir, ástir og örlög fléttast saman og flett er ofan af gömlum fjölskylduleyndarmálum. Rót alls ills er fyrsta skáldsaga Hugrúnar Björnsdóttur. Hugrún er vefstjóri Lestrarklefans og starfar sem verkefnastjóri í hugbúnaðargeiranum. Hugrún er fædd 1988 og er menntuð í stjórnmálafræði, blaðamennsku, vefþróun og verkefnastjórnun. Yfirleitt er hún að lesa nokkrar bækur í senn; u.þ.b. þrjár fræðibækur fyrir hverja skáldsögu. Hvað varðar skáldsögurnar les hún mest af glæpasögum/ráðgátum og ástarsögum þó hún hafi gaman af allskonar bókmenntum.