28 mars 2025
Konur áttu sviðið á Íslensku hljóðbókaverðlaununum
Mikil kvenorka var á Nasa þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards voru afhent, en í fyrsta sinn voru allir verðlaunahöfundar, verðlaunalesarar og heiðursverðlaunahafar konur Verðlaunin voru veitt í fimm flokkum: skáldsaga, ljúflestur og rómantík, börn og ungmenni, óskáldað efni og glæpa- og spennusaga.
Lestu meira6 febrúar 2025
Tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2025
25 hljóðbækur hljóta tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna - Storytel Awards 2025. Fimm hljóðbækur eru tilnefndar í fimm flokkum, en flokkarnir eru: börn og ungmenni, glæpa-og spennusögur, skáldsögur, ljúflestur og rómantík, og óskáldað efni.
Lestu meira27 janúar 2025
Sögur Birgittu H. Halldórsdóttur hljóta endurnýjun lífdaga á Storytel!
Birgitta H. Halldórsdóttir skipar sér enn á ný í hóp ástsælustu skáldsagnahöfunda Íslands en bækur hennar hafa haldið fjölda lesenda í greipum spennu og losta, ástar og örlaga áratugum saman. Fyrsta bók hennar kom út árið 1983 en bækur hennar hafa verið ófáanlegar í bókabúðum um árabil. Storytel hefur nýverið endurútgefið fjölda bóka Birgittu sem hljóðbækur sem hafa raðað sér efstar á vinsældalista og hlotið gríðarlega góðar viðtökur og umsagnir hlustenda.
Lestu meiraHrekkjavökur eftir Braga Pál og Bergþóru er fyrsta bók þeirra hjóna saman!
Hjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson hafa um nokkuð skeið gefið út hvassar og hárbeittar skáldsögur og háðsádeilur. Hún skrifar til dæmis um fegurðardýrkun í nútímasamfélagi og hann skáldar upp ótímabæran dauðdaga Arnaldar Indriðasonar. En kvöld eitt þegar þau ætluðu að koma krökkunum í háttinn ráku þau sig á að börnin þeirra eru bara ekki hrædd við nokkurn skapaðan hlut og brugðu því á það ráð að reyna nú að skjóta þeim skelk í bringu. Þau ákváðu því að skrifa hrollvekjandi hrekkjavökusögur fyrir hugrökk börn.
Lestu meira